Um FÍF
Félag íslenskra fornleifafræðinga (FÍF) var stofnað 14. ágúst 1992. Félagið er fagfélag og skilyrði fyrir inngöngu er að hafa lokið háskólaprófi með fornleifafræði sem aðalgrein.
Hafa samband
Hægt er að hafa samband við FÍF hér: Tölvupóstfang FÍF

Ný heimasíða

Heimasíða Félags fornleifafræðinga er nú á þessari slóð:

http://www.felagfornleifafraedinga.is

 

Félag fornleifafræðinga

Þann 30. apríl var nýtt fagfélag fornleifafræðinga stofnað. Nafn félagsins er Félag fornleifafræðinga.

Formaður félagsins er Ármann Guðmundsson

Varaformaður: Birna Lárusdóttir

Ritari: Albína Hulda Pálsdóttir

Gjaldkeri: Hrönn Konráðsdóttir

Meðstjórnandi: Kristborg Þórisdóttir

Varamenn:

Sice Juel Hansen

Arnar Logi Björnsson

Ásta Hermannsdóttir

 

Við þökkum hér með öllum þeim sem hafa starfað fyrir félagið síðastliðin 20 ár og óskum nýrri stjórn í nýju félagi góðs gengis.

 

 

 

 

 

Stofnfundur 30. apríl, gleði og gaman

Kæru félagar

Við minnum á stofnfund nýs, sameinaðs fagfélags fornleifafræðinga á morgun, þriðjudaginn 30. apríl. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum ReykjavíkurAkademíunnar í JL- húsinu, Hringbraut 121, 4.hæð og hefst hann klukkan 20.00.

Dagskrá fundarins verður sem hér segir:

1. Kosið verður um nafn á nýtt fagfélag fornleifafræðinga.

2. Kosið verður um lög hins nýja félags.

3. Kosið verður í stjórn félagsins.

4. Kosið verður í siðanefnd félagsins.

5. Önnur mál.

Eftir fundinn verður boðið upp á léttar veitingar og við viljum hvetja sem flesta til að mæta og fagna þessum merku tímamótum fram eftir kvöldi.

Stjórnin

FÍF lagt niður og nýtt félag stofnað

Kæru félagar
Auka aðalfundur FÍF samþykkti einróma í gærkvöldi að leggja félagið niður við stofnun nýs, sameiginlegs fagfélags síðar í mánuðnum. Hið sama gerði Fornleifafræðingafélags Íslands.
Við stöndum því á nokkrum tímamótum og ég tel það mikið gleðiefni að fornleifafræðingar muni nú aftur mynda eitt sterkt félag.
Framundan er stofnfundur nýs félags sem haldinn verður haldinn þriðjudaginn 30. apríl í húsnæði Reykjavíkurakademíunnar. Stefnt er að því að blása til veislu að stofnfundinum loknum en nánari upplýsingar um fundinn (dagskrá) og veisluna verða sendar síðar.
Á þeim tveimur vikum sem eru til stefnu fram að stofnfundi er ýmislegt sem þarf að huga að og mig langar sérstaklega að minnast á tvennt.
1) Þarf að finna nafn á hið nýja félag en um það verður kosið á stofnfundi. Mig langar hér með að biðja félagsmenn um að leggja höfuðið í bleyti og senda inn hugmyndir að nöfnum. Ein hugmynd er þegar komin, Félag fornleifafræðinga, en við viljum gjarnan fá fleiri.
2) Kosin verður ný stjórn á stofnfundi. Kjósa þarf formann og varaformann, ritara, gjaldkera, meðstjórnanda og þrjá varamenn. Þessi fyrsta stjórn skal vera samsett að jöfnu úr meðlimum úr báðum félögum og skal formaður og varaformaður koma úr sitt hvoru félaginu.  Það er mjög mikilvægt að fyrsta stjórn hins nýja félags verði samsett af öflugu og áhugasömu fólki og mig langar að hvetja áhugasama til að bjóða sig fram.
Bestu kveðjur
Elín

Auka aðalfundur félagsins er í kvöld kl. 20:00

Kæru félagar

Mig langar að minna á auka aðalfund félagsins sem verður haldinn, þriðjudaginn 16. apríl klukkan 20.00 í kjallara húsnæðis Minjaverndar á Suðurgötu 29. Auka aðalfundur Félags íslenskra fornleifafræðinga 2013 Dagskrá fundarins verður sem hér segir:

a. Kynning á sameiningarferli fagfélaganna tveggja

b. Samningur milli stjórna FÍF og FFÍ um tæknileg atriði er varða sameiningu kynntur

c. Fundurinn mun kjósa um eftirfarandi tillögu:

Félags Íslenskra fornleifafræðinga samþykkir hér með að leggja niður félagið við stofnun nýs, sameinaðs félags á fyrirhuguðum stofnfundi þess síðarnefnda. Stefnt er að því að leggja þau lög sem sameininganefnd hefur unnið að, og þegar hafa verið kynnt félagsmönnum, til grundvallar að lögum hins nýja félags.

d. Verði tillagan samþykkt verður stofnfundur nýs félags boðaður.

Verði hún ekki samþykkt verður kosin ný stjórn.

e. Önnur mál

 

Fornleifasjóður

 

Minjastofnun Íslands úthlutar styrkjum úr fornminjasjóði.

Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og rannsóknum á fornminjum, sbr. reglur Nr. 321/2013. Úthlutað er styrkjum til eftirfarandi verkefna samkvæmt vinnureglum fornminjasjóðs:

· Fornleifarannsókna (fornleifauppgraftar og fornleifaskráningar)

· Miðlunar upplýsinga um fornminjar

· Varðveislu og viðhalds fornminja, þ.e. fornleifum og forngripum.

· Rannsókna á forngripum.

nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðublaði má nálgast hér

Umsóknarfrestur er til 26. apríl 

 

Reglur um Fornminjasjóð

Kæru félagsmenn

Nú hafa reglur um Fornminjasjóð verið kynntar,

sjá hér.

og viðhengi: B_nr_321_2013.

Nú er bara að vona að auglýst verði á allra næstu dögum.

Bestu kveðjur

Elín

Auka aðalfundur 16. apríl 2013

Kæru félagsmenn

Auka aðalfundur Félags íslenskra fornleifafræðinga verður haldinn þriðjudaginn 16. apríl næstkomandi klukkan 20.00. Fundarstaður verður auglýstur síðar. Afar mikilvægt er að félagsmenn mæti á fundinn enda verður á honum kosið um tillögu þess efnis að leggja félagið niður þann 30. apríl við stofnun nýs fagfélags. Á fundinum verður stiklað á stóru um sameiningarferlið, lauslega farið yfir drög að lögum og siðareglum nýs félags sem þegar hafa verið kynntar og samningur milli stjórna FÍF og FFÍ um tæknileg atriði er varða sameiningu kynntur. Megintilgangur fundar er að kjósa um tillögu um að leggja FÍF niður við stofnun nýs, sameinaðs félags á stofnfundi þess síðarnefnda þann 30. apríl 2013.

Bestu kveðjur

Elín

Drög að nýjum siðareglum og lögum

Þessi misserin er unnið hörðum höndum að því að sameina fagfélög fornleifafræðinga. Sameiningarnefnd frá báðum félögum hefur þegar skilað af sér drögum að lögum fyrir hið nýja félag og einnig drögum að siðareglum. Hvort tveggja var kynnt á opnum fundi hjá FÍF fyrir nokkrum vikum. Þá komu fram einhverjar athugasemdir og viðbætur sem unnið var með og tekið tillit til og tóku laga- og siðadrögin að svolitlum breytingum til batnaðar við það. Þau eru nú tilbúin, það er að segja, við erum tilbúin að leggja fram endanleg drög að hvoru tveggja. Nú gefst kostur á að kynna sér drögin og er hægt að nálgast þau hér fyrir neðan.

Drög að nýjum siðareglum

Drög að lögum sameinaðs félags

Staðlar um fornleifafræðileg gagnasöfn – fulltrúar frá FÍF

Kæru félagar

Minjavernd ríkisins boðar vinnuþing 3. apríl næstkomandi en tilefnið er staðlar um fornleifafræðileg gagnasöfn. Minjastofnun óskar eftir því að FÍF sendi 3 fulltrúa á þingið sem er daglangt.

Stjórn félagsins hefur rætt málið og komist að þeirri niðurstöðu að einn þessara þriggja fulltrúa verði úr stjórn en hinir tveir almennir félagsmenn. Með bréfinu viljum við hvetja áhugasama félagsmenn til að bjóða sig fram til setu á þinginu. Þeir sem hafa áhuga skulu senda tölvupóst á Elínu (elin@instarch.is). Þar sem tíminn sem er til stefnu er naumur biðjum við ykkur að bregðast skjótt við og senda svör fyrir páska, nánar tiltekið fyrir klukkan fjögur á n.k. miðvkudag (þann 27. apríl). Ef fleiri hafa áhuga en komast að mun stjórn félagsins sjá um að velja fulltrúa úr þeim hópi til þingsetu.

Bestu kveðjur
Stjórnin