Um FÍF
Félag íslenskra fornleifafræðinga (FÍF) var stofnað 14. ágúst 1992. Félagið er fagfélag og skilyrði fyrir inngöngu er að hafa lokið háskólaprófi með fornleifafræði sem aðalgrein.
Hafa samband
Hægt er að hafa samband við FÍF hér: Tölvupóstfang FÍF

Archive for March, 2011

Stóriðja á Ströndum – hljóðskrá

Sú nýjung stendur nú til boða að hlusta á fyrirlestra félagsins á netinu.  Fyrsti fyrirlesturinn sem við bjóðum upp á er Stóriðja á Ströndum sem Þóra Pétursdóttir flutti 10. mars síðastliðinn.  Við vonumst til þess að flestir fyrirlestrar félagsins verði teknir upp sem svo má nálgast hér á síðunni.

Góðar stundir

 

Play

Falinn fræðasjóður – fyrirlestur þriðjudaginn 29. mars

Kæru félagar,

vekjum athygli á fyrirlestri sem haldinn verður í næstu viku. Allar upplýsingar hér að neðan.

Með kveðju, Stjórnin

Bessastaðarannsóknin – falinn fræðasjóður

Þriðjudaginn 29. mars mun Guðmundur Ólafsson fagstjóri fornleifa á Þjóðminjasafni Íslands flytja erindi um fornleifauppgröftinn á Bessastöðum sem fram fór á árunum 1987-1996 í hádegisfyrirlestri í Þjóðminjasafni Íslands. Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Ráðstefnurit EAC

Út er komið ráðstefnurit með fyrirlestrum þeim sem haldnir voru á ráðstefnu EAC hér á Íslandi í fyrri. Upplýsingar um bókina, verð og fleira má finna hér:  EAC5_flier

 

Til fróðleiks skal bent á að EAC hefur á undanförnum árum gefið út mun fleiri gagnlegar bækur fyrir fornleifafræðinga. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu EAC: http://www.european-archaeological-council.org/6-0-Publications.html

Fyrir flugáhugafólkið

Námskeið í loftmyndatökum og greiningu fornleifa á loftmyndum.

International Aerial Archaeology School, Velling, Denmark

Intensive introduction to essential aspects of aerial archeology. The program, which will make use of practical exercises and group discussions as well as formal teaching, will aim to present aerial archeology as a process consisting of airborne reconnaissance, photography, interpretation, rectification of oblique air photographs, drawing and mapping of archaeological sites and features, and related topics. The language of the course will be English. The work will be divided into two parts. 1) A “ground school” covering the basic principles of aerial survey and air photography along with the essential processes of interpretation and mapping of the collected imagery for use in archaeological recording, excavation, conservation and public education etc. 2) An “air school”, based at a nearby airfield, aimed at providing first-hand experience in aerial reconnaissance and aerial photography. The total number of participants in the training school cannot exaggerate 16.

 

Sjá nánar hér: Aerial Archaeology school

Frumímynd Íslands og breytt ásjóna fortíðarinnar. Ómálga hlutir? Efniskenndar frásagnir?

Laugardagur 26. mars kl. 11.00-16.30 í stofu 220 í Aðalbyggingu Háskólans

Vensl fornleifafræðinnar við söguna hafa löngum verið umdeild en sjaldnar hefur spurningunni verið velt fram um hvað fornleifafræðin hafi í raun að bjóða íslenskri söguritun. Þátttakendur þessarar málstofu ætla, frá mismunandi sjónarhornum, að velta gömlu slagorði fornleifafræðinnar fyrir sér – archaeology: the discipline of things – fornleifafræði: fræðigrein hluta – sem lítur á efnismenningarrannsóknir sem sinn innsta kjarna. Í stað þess að fylgja nítjándu aldar skilgreiningum þar sem litið er á fornleifafræði sem undirgrein sagnfræði, stendur fornleifafræði í dag ekki aðeins samsíða sagnfræðinni heldur jafnframt við hlið ýmissa annarra hug-, félags- og efnisvísindagreina. Þessi málstofa leitast við að rannsaka eðli hins fornleifafræðilega viðfangs í ljósi nokkurra verkefna þar sem efnismenningin sjálf myndar grunn rannsóknanna. Hér verður áhersla lögð á hið fornleifafræðilega viðfang, allt frá einstökum gripagerðum eða líkamsleifum til mismunandi minjaflokka og landslags, auk þess sem rætt verður um ýmsa útbreidda hugmyndafræði sem stutt hefur skoðanir á fortíð Íslands. Því fer víðs fjarri að þetta fornleifafræðilega viðfang sé þögult eða ómálga. Það myndar grunninn að hinum nýju, frábrugðnu, efniskenndu frásögnum um fortíð Íslands.

Fyrstu fjórir fyrirlestrarnir verða á íslensku en seinni fjórir á ensku.

Málstofustjóri: Orri Vésteinsson, prófessor í fornleifafræði

Nánari upplýsingar og úrdrátt úr fyrirlestrunum er að finna hér

Dreggjar dagsins: fornleifafræði hins nýliðna – fyrirlestraröð

Nú á útmánuðum hefur Félags íslenskra fornleifafræðinga og Fornleifafræðingafélags Íslands boðið upp á röð fyrirlestra undir nafninu Dreggjar dagsins: fornleifafræði hins nýliðna. Eins og nafnið bendir til hefur athyglinni verið beint að rannsóknum á sviði nútímafornleifafræði (frá 19.-20. öld) og sérstök áhersla hefur verið lögð á nýjar og yfirstandandi rannsóknir masters- og doktorsnema. Fyrirlestrarnir verða fjórir tölu og er röðin nú hálfnuð. Fyrirlestrarnir hafa verið vel sóttir og líflegar umræður skapast í kjölfarið.

Þar sem hluti félagsmanna er búsettur úti á landi eða erlendis hefur verið ákveðið að bjóða upp á þá nýbreytni að hægt verði að hlusta á fyrirlestrana á netinu. Hægt verður að nálgast fyrsta fyrirlesturinn sem tekinn var upp (fyrirlestur Þóru Pétursdóttur) á heimasíðum félaganna tveggja http://fornleifafelag.org/ og http://ffi.blog.is/blog/ffi/ frá og með næstu viku.

 

DAGSKRÁ

I. Frá Íslandi til Nýja Íslands – Fornleifafræði fólksflutninga til Vesturheims. Ágústa Edwald, doktorsnemandi í fornleifafræði við Háskólann í Aberdeen í Skotlandi. 3. febrúar 2011.

II. Stóriðja á Ströndum. Þóra Pétursdóttir, doktorsnemandi í fornleifafræði við Háskólann í Tromsø. 10. mars 2011.

III. Minjar undir Malbiki – fornleifaskráning í þéttbýli. Oddgeir Isaksen fjallar um mastersverkefni sitt í fornleifafræði við Háskóla Íslands sem hann lauk nú í vetur. Rannsóknin var úttekt á bæjarstæðum í landi Reykjavíkur og við rannsóknina þróaði Oddgeir nýja aðferðafræði sem nýst getur við að skrá og meta ástand minjastaða í þéttbýli sem gjarnan eru illa farnir. Staður og stund: Kjallari Fornleifaverndar ríkisins Suðurgötu 39, 101 Reykjavík: Fimmtudaginn 14. apríl 2011, kl. 20.00.

IV. Archaeology of the recent past in the North Atlantic: problems and potentials. Dr. Gavin Lucas, dósent við Háskóla Íslands gefur yfirlit yfir rannsóknir á sviði nútímafornleifafræði á Norður-Atlandshafssvæðinu og setur íslenskar rannsóknir um efnið í stærra samhengi. Á eftir verður boðið uppá umræður og m.a. stefnt að því að ræða framtíð slíkra rannsókna hérlendis, möguleika þeirra og takmarkanir, m.a. í lagaumhverfi sem kann að vera að breytast. Fulltrúar Fornleifaverndar ríkisins verða á staðnum. Staður og stund: Kjallari Fornleifaverndar ríkisins Suðurgötu 39, 101 Reykjavík: Fimmtudaginn 19. maí 2011, kl. 20.00.

Bergen Museum auglýsir stöðu doktorsnema

Bergen Museum auglýsir stöðu doktorsnema, allar frekari upplýsingar má nálgast hér:

http://www.uib.no/stilling

og hér:

Stipendiat i arkeologi-08-04-2011

Stóriðja á Ströndum

Fimmtudaginn 10. mars mun Þóra Pétursdóttir, doktorsnemi í fornleifafræði við Tromsö háskóla halda fyrirlestur í húsi fornleifaverndar Ríkisins. Fyrirlesturinn hefst klukkan 20.00.

Stóriðja á Ströndum

Í erindinu verður sagt frá yfirstandandi doktorsrannsókn á verksmiðjuminjum í Ingólfsfirði og Djúpavík í Árneshreppi á Ströndum. Á 4. og 5. áratug síðustu aldar risu þar síldarbræðslur, stóriðjur þess tíma, sem möluðu eigendum sínum gull um skamman tíma. Við verksmiðjurnar byggðust upp lítil samfélög, sem þöndust út og drógust saman með dyntum síldarinnar og hurfu loks alveg með hvarfi hennar á 6. og 7 áratugnum. Minjar þessara stóriðjutíma standa þó enn og stinga nokkuð í stúf við umhverfi sitt og almennt yfirbragð þessa afskekkta byggðarlags. Rannsóknin er hluti stærra verkefnis sem hefur að markmiði að skoða nútímaminjar í víðum skilningi, upplýsinga- og menningarlegt gildi þeirra, og afdrif í fræðilegri sem og almennri orðræðu. Ásamt því auka við minningu síldarævintýrisins, og þess óyrta í þeirri sögu, munu verksmiðjuminjarnar því einnig kynda undir kennilegar vangaveltur um nývæðingu, niðurrif, efnismenningu og gildi hennar. Verkefnið er skammt á veg komið og mun erindið aðallega snúa að þeim hugmyndum sem fyrir liggja og kynningu á stöðunum tveimur sem sem rannsóknin beinist að.