Um FÍF
Félag íslenskra fornleifafræðinga (FÍF) var stofnað 14. ágúst 1992. Félagið er fagfélag og skilyrði fyrir inngöngu er að hafa lokið háskólaprófi með fornleifafræði sem aðalgrein.
Hafa samband
Hægt er að hafa samband við FÍF hér: Tölvupóstfang FÍF

Fyrirlestur um uppgröftinn á Skriðuklaustri

Næsti fræðslufundur Minja og sögu verður haldinn í Þjóðminjasafni Íslands,
fimmtudaginn 21. október n.k. og hefst kl. 17.00.

Í fyrirlestrinum verður í stuttu máli dregin fram mynd af byggingum og
starfsemi Skriðuklausturs miðað við fyrirliggjandi niðurstöður uppgraftar
sem staðið hefur yfir á rústum þess síðan 2002. Síðan verður fjallað
sérstaklega um átta tilfelli sullaveiki sem hafa fundist í gröfum á
staðnum en öll eru þau að líkindum frá 16. öld. Farið yfir sögu
sullaveikinnar sem herjaði á Íslendinga öldum saman og varð einn af
mannskæðustu sjúkdómum hérlendis um langa hríð.

Að loknum fyrirlestri mun Steinunn svara fyrirspurnum.

Dr. Steinunn Kristjánsdóttir er dósent í fornleifafræði og starfar við
Þjóðminjasafn og Háskóla Íslands.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Allir velkomnir.
Ókeypis aðgangur.