Um FÍF
Félag íslenskra fornleifafræðinga (FÍF) var stofnað 14. ágúst 1992. Félagið er fagfélag og skilyrði fyrir inngöngu er að hafa lokið háskólaprófi með fornleifafræði sem aðalgrein.
Hafa samband
Hægt er að hafa samband við FÍF hér: Tölvupóstfang FÍF

Aðalfundur – 9. desember kl. 20:00

Munið aðalfundinn fimmtudaginn 9. desember næstkomandi, kl. 2000 í kjallara húsnæðis Fornleifaverndar ríkisins, Suðurgötu 39, Reykjavík. Árgjöld félags íslenskra fornleifafræðinga fyrir 2010 hafa verið send í heimabanka. Kosningar verða á aðalfundi og er félagsmönnum bent á að til að öðlast kosningarétt verður greiðsla félagsgjalda að hafa farið fram. Að aðalfundi loknum, eða kl. 21 verður að venju fræðilegur fyrirlestur sem öllum er opinn. Að þessu sinni mun Guðný Zoëga fjalla um skagfirsku kirkjurannsóknina sem hófst formlega á vegum Fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga 2007. Þegar hafa farið fram fornleifarannsóknir á átta fornum kirkjugörðum í tengslum við verkefnið og mun Guðný greina frá helstu niðurstöðum þeirra.